Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. september 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Mikil stemning hjá Víkingi - Stuðningsmenn tengja betur við klúbbinn
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég finn fyrir svaka stemningu, meðbyr og áhuga," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um stuðninginn fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH um helgina.

Þetta er í annað skipti í sögunni sem Víkingur fer í bikarúrslit en liðið varð bikarmeistari árið 1971.

„Ég held það verði fjölmenni frá Víkingum og mér skilst FH líka. Ég á von á mjög góðri stemningu. Ég hef fundið fyrir meðbyr í sumar."

„Liðið er að spila flottan fótbolta og stuðningsmenn tengja betur við klúbbinn. Það eru ungir og uppaldir leikmenn að koma upp og íslenskir leikmenn sem og færri erlendir leikmenn sem eru þó góðir og eru að gera sitt fyrir klúbbinn. Stuðningsmenn eru að tengja betur við það sem klúbburinn er að gera það í dag,"
sagði Arnar.

Hér að neðan má sjá viðtali við Arnar í heild sinni.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Arnar Gunnlaugs: Lykillinn að keyra yfir þá
Athugasemdir
banner
banner
banner