Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. september 2023 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: vf.is 
Pálmi æfir með aðalliði Wolves: Stofnaði fatamerki með vini sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Markvörðurinn efnilegi Pálmi Rafn Arinbjörnsson er að gera flotta hluti á Englandi þar sem hann hefur verið að æfa með aðalliðinu hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves.


Pálmi Rafn er fæddur 2003 og er með fjórtán leiki að baki fyrir íslensku unglingalandsliðin. Hann er fjórði markvörður Wolves eftir José Sá, Dan Bentley og Tom King.

Hann er þó ekki einungis góður í fótbolta því hann er búinn að stofna fatamerki með besta vini sínum, Svavari Erni Þórðarsyni. Þeir eru báðir Njarðvíkingar og er Svavar nýútskrifaður úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 

„Okkur hefur lengi langað að stofna fatamerki saman en við vorum aldrei með ákveðna hugmynd sem okkur leist vel á. En svo þegar okkur datt í hug að gera fatnað úr lífrænum efnum þá vissum við bara að þetta væri eitthvað sem við vildum gera. Fyrsta framleiðslan sem kynnt var í vor seldist upp á sex klukkustundum og nú erum við að kynna næstu línu,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali við vf.is.

„Við erum i samstarfi með fyrirtæki sem heitir onetreeplanted. Það er óhagnaðardrifið fyrirtæki sem plantar trjám víða um heiminn. Við stofnuðum fyrirtækið Conscious Street og erum með vefsíðu sem heitir consciousstreet.com. Þar er hægt að kaupa fötin en myndir af framleiðslu númer tvö birtist kl. 18 á vefsíðunni okkar 12. september. Um er að ræða hettupeysur og buxur í stíl.“

Pálmi og Svavar eru með gjafaleik á Instagram síðu sinni þar sem ýmsir veglegir vinningar eru í boði, svo sem treyja sem er árituð með nöfnum allra leikmanna Wolves. 

Pálmi er sáttur með lífið í Wolverhampton en hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára aldri. Hann fór á lán til Skeid í norsku B-deildinni á síðustu leiktíð og fékk að spila einn deildarleik á tveimur mánuðum þar.

„Ég er að æfa með meistaraflokki Wolves og spila með U21. Ég er fjórði markmaður hjá meistaraflokknum eins og er og stefni auðvitað hærra."

Pálmi er aðalmarkvörður hjá varaliði Wolves og er búinn að fá sex mörk á sig í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins í varaliðadeildinni.


Athugasemdir
banner
banner