Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   lau 30. ágúst 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth hafnaði 8 milljónum frá Palace
Brooks hefur skorað 5 mörk í 35 landsleikjum með Wales.
Brooks hefur skorað 5 mörk í 35 landsleikjum með Wales.
Mynd: EPA
Bournemouth hafnaði kauptilboði frá Crystal Palace fyrir kantmanninn David Brooks í gær.

Palace lagði fram 4 milljón punda tilboð í Brooks með árangurstengdum aukagreiðslum sem hefðu tvöfaldað upphæðina.

Bournemouth hafnaði þessu tilboði og var Brooks í byrjunarliðinu í sigri á útivelli gegn Tottenham í dag.

Brooks er 28 ára gamall og aðeins með eitt ár eftir af samningi sínum við Bournemouth, en félagið vill alls ekki selja hann eftir að hafa misst Dango Ouattara og Hamed Traoré í sumar.

Brooks hefur verið hjá Bournemouth í sjö ár og spilað 148 keppnisleiki fyrir félagið.
Athugasemdir