Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. október 2021 19:57
Brynjar Ingi Erluson
„Kristall er á góðum stað á sínum fótboltaferli"
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason átti frábæran leik er U21 árs landslið Íslands tapaði fyrir Portúgal, 1-0, á Víkingsvellinum í kvöld en hann er var óheppinn að skora ekki í leiknum.

Portúgal hafnaði í öðru sæti á síðasta Evrópumóti og er með mikið af efnilegustu leikmönnum heims í sínum röðum.

Celton Biai, markvörður portúgalska liðsins, varði gríðarlega vel í leiknum og þurfti meðal annars að sjá við Víkingnum í leiknum.

Kristall er búinn að eiga stórkostlegt tímabil með Víkingum og varð meðal annars Íslandsmeistari á dögunum. Þá skoraði hann þrennu í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn Vestra og mætir Skagamönnum í úrslitunum um helgina.

Leikmaðurinn hefur áhuga á að skoða tækifæri erlendis en segist sjálfur ánægður í Víkinni. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, vonar allt það besta fyrir Kristal.

„Ég vona allt það besta fyrir Kristal. Hann er á góðum stað á sínum fótboltaferli og þarf bara að halda áfram að spila vel, skila góðum frammistöðum, mörkum og þessu. Hann verður í góðum málum," sagði Davíð við Fótbolta.net í kvöld.
„Ísland á efnilega fótboltamenn og það sýndi sig svo sannarlega í dag"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner