Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Furðuðu sig á ákvörðun Heimis í lokin
Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson
Mynd: EPA
Heimir tók Seamus Coleman af velli
Heimir tók Seamus Coleman af velli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu töpuðu fyrir Portúgal, 1-0, með marki á lokamínútunum í undankeppni HM í gær, en þeir Didier Hamann og Shay Given furðuðu sig á ákvörðun sem Heimir tók undir lok leiks.

Írar höfðu gert vel að halda Portúgölum í skefjum og skölluðu þeir frá hverja fyrirgjöfina á eftir annarri.

Á lokamínútunum ákvað Heimir að taka Seamus Coleman af velli eftir frábæra frammistöðu og setti hann John Egan inn í hans stað, en Hamann og Given fannst ákvörðunin mjög sérstök.

Þarna hafi Heimir verið að riðla varnarleiknum, en Egan var settur í miðja vörn sem hafði verið að gera stórkostlega hluti og stuttu síðar skoraði Ruben Neves sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf.

„Spurningin sem ég held áfram að spyrja mig er af hverju Coleman fer af velli á 87. mínútu og Egan kemur inn? Það fyrsta sem ég sagði við Shay var: „Hvar á hann að spila?“.“

„O'Brien, Collins og O'Shea voru óaðfinnanlegir í vítateignum og mikilvægasta staðan var í miðri vörn. Ég hugsaði: „Af hverju hefur hann ekki O'Brien áfram í miðri vörn og setur Egan í hægri vængbakvörð?“ Hann hefði átt að skilja þessa þrjá eftir í vörninni því Portúgal var að henda einhverjum 30 fyrirgjöfum inn, en maður hafði aldrei á tilfinningunni að það væri einhver hætta því allt var skallað frá og þessir þrír voru með frábæran skilning á hlutunum.“

„Þegar þú setur inn á leikmann í þessa stöðu þá kemur núningur og það býr til misskilning. Ég er ekki að segja að það sé ástæðan fyrir því að þeir fengu á sig mark, en ég skil bara ekki í fyrsta lagi af hverju hann tók Coleman af velli og í öðru lagi af hverju hann setti ekki Egan í hægri bakvörð og skildi O'Brien eftir í miðverði.“

Shay Given, sem lék ótalmarga landsleiki í marki Íra á ferli sínum, tók undir með Hamann.

„Seamus virkaði ekki þreyttur eða þannig og O'Brien er með mikla nærveru í miðverðinum. Það er kannski það eina sem hægt væri að spyrja þjálfarann út í eftir leikinn,“ sagði Given.

Írar eru með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki í undankeppninni en ekki er enn öll von úti. Þeir eiga þrjá leiki eftir og möguleikinn á að komast á HM enn til staðar, en það mætir Armeníu á þriðjudag.

Í næsta mánuði spilar það við Portúgal heima og síðan gegn Ungverjalandi í lokaleiknum sem gæti verið mögulegur úrslitaleikur um annað sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner