Austurríski þjálfarinn Adi Hütter var látinn taka poka sinn hjá franska félaginu Mónakó í gær.
Hütter tók við Mónakó fyrir tveimur árum og stýrði liðinu í 93 leikjum í öllum keppnum.
Mónakó fór vel af stað á tímabilinu en svo hrundi formið og það aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum og var ákveðið að láta Hütter fara.
Þessi ákvörðun kemur á óvart en þjálfarinn náði frábærum árangri með liðið á báðum tímabilum sínum og tryggði því í topp þrjú sætin, en þolinmæðin er greinilega ekki mikil hjá Mónakó sem taldi þetta rétta tímann fyrir breytingar.
Sebastien Pocognoli, þjálfari Union SG í Belgíu, mun taka við keflinu af honum.
AS Monaco announces the departure of Adi Hütter.
— AS Monaco EN ???????? (@AS_Monaco_EN) October 10, 2025
The Club wishes to thank Adi and his staff for the work accomplished, for their commitment to AS Monaco, and wishes them the best for the future. pic.twitter.com/Ce08A0BvW8
Athugasemdir