Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   fös 10. október 2025 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Eimskip
Hákon Arnar í leiknum í kvöld.
Hákon Arnar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hákon með boltann.
Hákon með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er þungt, mikið svekkelsi og ég er pirraður. Við klúðrum þessu," sagði Hákon Arnar Haraldsson, sem bar fyrirliðaband Íslands gegn Úkraínu í kvöld. Leikurinn endaði með 3-5 sigri Úkraínu.

Ísland stjórnaði leiknum en Úkraínu skoraði nánast úr öllum sínum tækifærum.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Þeir skora einhvern veginn úr öllu sem er mjög vel gert hjá þeim. Við gefum þeim færi á þessu. Þeir klára fáránlega vel og smellhitta boltann í hvert einasta skipti. Við gefum þeim þetta og þetta er okkur að kenna."

„Frammistaðan fannst mér góð, sérstaklega sóknarlega. Mér fannst við færa hann vel og finna millisvæðin en aftur á móti fáum við á okkur fimm. Það er lítið hægt að vera glaður yfir þessu."

„Svona gerist á háu stigi þegar þú slekkur á þér í smá. Það er ekki nema eitt atvik og þeir eru komnir yfir."

„Ef þú ætlar að vinna einhverja leiki þá geturðu ekki fengið á þig fimm mörk. Það er ekki séns að vinna leiki þannig," sagði Hákon.

Hvernig horfirðu á framhaldið?

„Það er aðeins svartara, en það eru enn þrír leikir eftir. Það er hellingur eftir og við verðum að gefa allt í þetta."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner