
„Þetta er þungt, mikið svekkelsi og ég er pirraður. Við klúðrum þessu," sagði Hákon Arnar Haraldsson, sem bar fyrirliðaband Íslands gegn Úkraínu í kvöld. Leikurinn endaði með 3-5 sigri Úkraínu.
Ísland stjórnaði leiknum en Úkraínu skoraði nánast úr öllum sínum tækifærum.
Ísland stjórnaði leiknum en Úkraínu skoraði nánast úr öllum sínum tækifærum.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 5 Úkraína
„Þeir skora einhvern veginn úr öllu sem er mjög vel gert hjá þeim. Við gefum þeim færi á þessu. Þeir klára fáránlega vel og smellhitta boltann í hvert einasta skipti. Við gefum þeim þetta og þetta er okkur að kenna."
„Frammistaðan fannst mér góð, sérstaklega sóknarlega. Mér fannst við færa hann vel og finna millisvæðin en aftur á móti fáum við á okkur fimm. Það er lítið hægt að vera glaður yfir þessu."
„Svona gerist á háu stigi þegar þú slekkur á þér í smá. Það er ekki nema eitt atvik og þeir eru komnir yfir."
„Ef þú ætlar að vinna einhverja leiki þá geturðu ekki fengið á þig fimm mörk. Það er ekki séns að vinna leiki þannig," sagði Hákon.
Hvernig horfirðu á framhaldið?
„Það er aðeins svartara, en það eru enn þrír leikir eftir. Það er hellingur eftir og við verðum að gefa allt í þetta."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir