Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   fös 10. október 2025 22:06
Kári Snorrason
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Virkilega svekktur, ótrúleg niðurstaða miðað við hvernig leikmyndin af leiknum var í dag. Það er erfitt að taka þessu. Erfitt að taka því hvernig við fáum á okkur þessi fimm mörk. Í flestum þessum 'mómentum' í leiknum erum við með algjöra yfirburði. Þetta kemur gegn gangi leiksins, við þurfum klárlega að bæta það. Miðað við hvernig við spiluðum okkar sóknarleik, yfirburðirnir með boltann og annað þá er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð fimm mörk á þig. Þetta voru of auðveld mörk sem þeir skora á okkur í dag.“ 

Sagði varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason eftir 3-5 tap Íslands gegn Úkraínu fyrr í dag. Fjögur af fimm mörkum Úkraínu komu fyrir utan teig.


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Ég held að grunnstaðan í þessum mörkum sé að við töpum boltanum á slæmum stöðum og erum þá með færri menn til baka. Við þurfum ekki að tapa boltanum á þessum stöðum en ef það skyldi gerast þá þurfum við að vera betur 'coveraðir' til baka, til þess að geta dílað betur við stöðurnar. Við gerðum það klárlega ekki í dag. Þetta eru mörk sem eru ódýr að fá á sig.“ 

Ísland sneri við tveggja marka forystu Úkraínu og jafnaði leikinn um miðbik síðari hálfleiks. Úkraína bætti þá um betur og skoraði tvö mörk. 

„Algjör óþarfi að tapa þessum leik í dag. Fáránlegt að við komum okkur aftur í leikinn, 3-3 og fimm mínútur eftir, og leikurinn endar 5-3. Úr því sem komið var hefði jafntefli verið fín úrslit. En mómentið í leiknum er að við séum að fara skora fjórða markið og að vinna leikinn. En þeir skora gegn gangi leiksins eins og í lok fyrri hálfleiks. Það kostaði okkur í dag. Hvað það er, einbeitingaleysi eða hvað, það er eitthvað í þessum lykilstundum leiksins sem klikkar og það kostaði okkur í kvöld.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner