Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 10. október 2025 22:06
Kári Snorrason
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Virkilega svekktur, ótrúleg niðurstaða miðað við hvernig leikmyndin af leiknum var í dag. Það er erfitt að taka þessu. Erfitt að taka því hvernig við fáum á okkur þessi fimm mörk. Í flestum þessum 'mómentum' í leiknum erum við með algjöra yfirburði. Þetta kemur gegn gangi leiksins, við þurfum klárlega að bæta það. Miðað við hvernig við spiluðum okkar sóknarleik, yfirburðirnir með boltann og annað þá er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð fimm mörk á þig. Þetta voru of auðveld mörk sem þeir skora á okkur í dag.“ 

Sagði varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason eftir 3-5 tap Íslands gegn Úkraínu fyrr í dag. Fjögur af fimm mörkum Úkraínu komu fyrir utan teig.


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Ég held að grunnstaðan í þessum mörkum sé að við töpum boltanum á slæmum stöðum og erum þá með færri menn til baka. Við þurfum ekki að tapa boltanum á þessum stöðum en ef það skyldi gerast þá þurfum við að vera betur 'coveraðir' til baka, til þess að geta dílað betur við stöðurnar. Við gerðum það klárlega ekki í dag. Þetta eru mörk sem eru ódýr að fá á sig.“ 

Ísland sneri við tveggja marka forystu Úkraínu og jafnaði leikinn um miðbik síðari hálfleiks. Úkraína bætti þá um betur og skoraði tvö mörk. 

„Algjör óþarfi að tapa þessum leik í dag. Fáránlegt að við komum okkur aftur í leikinn, 3-3 og fimm mínútur eftir, og leikurinn endar 5-3. Úr því sem komið var hefði jafntefli verið fín úrslit. En mómentið í leiknum er að við séum að fara skora fjórða markið og að vinna leikinn. En þeir skora gegn gangi leiksins eins og í lok fyrri hálfleiks. Það kostaði okkur í dag. Hvað það er, einbeitingaleysi eða hvað, það er eitthvað í þessum lykilstundum leiksins sem klikkar og það kostaði okkur í kvöld.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner