Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 16:51
Brynjar Ingi Erluson
Ásdís Karen opnaði markareikninginn í Portúgal - Diljá og María með níu fingur á titlinum
Kvenaboltinn
Ásdís Karen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Braga
Ásdís Karen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Braga
Mynd: Braga
Diljá varð belgískur meistari á síðasta tímabili og allt stefnir í að hún bæti öðrum bikar við safnið
Diljá varð belgískur meistari á síðasta tímabili og allt stefnir í að hún bæti öðrum bikar við safnið
Mynd: Brann
Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði sitt fyrsta mark með Braga er liðið hafði sigur gegn Torrense, 5-2, í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag og þá færist Íslendingalið Brann nær norska meistaratitlinum eftir 4-2 sigur á Vålerenga í toppslag.

Í sumar gekk Ásdís í raðir Braga frá Madrid CFF og spilað þar stóra rullu.

Hún var að spila sjöunda leik sinn með Braga í dag og tókst loksins að komast á blað. Markið gerði hún á 77. mínútu sem var fimmta og síðasta mark Braga í leiknum.

Guðrún Arnardóttir, sem kom til félagsins frá Rosengård í sumar, kom inn af bekknum í hálfleik.

Braga er í 6. sæti með 4 stig eftir fjóra deildarleiki.

Diljá Ýr Zomers og María Þórisdóttir eru komnar með níu fingur á norska deildartitilinn eftir að Brann vann Vålerenga, 4-2, í toppslag deildarinnar.

Báðar byrjuðu á bekknum hjá Brann en Diljá lék síðasta stundarfjórðunginn og þá kom María inn á þegar lítið var eftir af leiknum. Sædís Rún Heiðarsdóttir lék síðasta hálftímann fyrir Vålerenga en Arna Eiríksdóttir sat allan tímann á varamannabekknum.

Sigur Brann kemur þeim í sjö stiga forystu á toppnum þegar fjórir leikir eru eftir. Vålerenga er á meðan í öðru sæti og þarf kraftaverk til að eiga einhvern möguleika á að verja titilinn.
Athugasemdir
banner