Franski sóknarmaðurinn Florian Thauvin er að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga, en síðasti mánuðurinn hefur verið einn sá besti á ferli hans.
Thauvin, sem er 32 ára gamall, var heitur biti á markaðnum er hann lék með Marseille.
Hann var valinn í franska landsliðið þar sem hann spilaði 10 leiki á tveimur árum og var í hópnum sem vann HM 2018, en eftir að samningur hans við Marseille rann út ákvað hann að halda á vit ævintýranna og utan Evrópu.
Ákvörðun hans kom mörgum í opna skjöldu enda á besta aldri, en Thauvin samdi við Tigres í Mexíkó. Frakkinn vildi skipta um umhverfi og prófa eitthvað framandi, en hann var einnig með tilboð frá Atlético Madríd og AC Milan.
Hann eyddi tveimur árum hjá Tigres áður en hann sneri aftur í Evrópuboltann með Udinese á Ítalíu.
Thauvin spilaði þrjú tímabil á Ítalíu áður en hélt aftur til heimalandsins. Sóknarmaðurinn skrifaði undir hjá Lens þar sem hann hefur verið að gera það gott.
Didier Deschamps, þjálfari Frakka, valdi hann í hópinn fyrir leikina í þessum glugga. Thauvin kom inn af bekknum á móti Aserbaídsjan og tryggði 3-0 sigurinn með því að skora í fyrstu snertingu og það í fyrsta landsleiknum í sex ár.
Franska deildin tilkynnti síðan í dag að Thauvin hafi verið valinn leikmaður mánaðarins eftir frábæra frammistöðu með Lens. Það er í fjórða sinn á ferlinum sem hann hlýtur þessa viðurkenningu.
Florian Thauvin played in his first France game since June 2019.
— B/R Football (@brfootball) October 10, 2025
He scored with his first touch of the ball ???? pic.twitter.com/0VfO7tZz5g
Athugasemdir