Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
banner
   lau 11. október 2025 11:22
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes: Íhugaði aldrei að fara frá Man Utd
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segist aldrei hafa íhugað það að yfirgefa félagið í sumar.

Portúgalinn var orðaður við Sádi-Arabíu í allt sumar, alveg frá fyrsta degi gluggans fram að þeim síðasta.

Snemma í sumar reyndi Al Hilal að fá hann, en hann hafnaði því og undir lok gluggans kom Al Ittihad á eftir honum en leikmaðurinn sagði aftur nei.

Fernandes ætlaði sér alltaf að vera áfram hjá United, en hann sagði frá þessu fyrir leik Portúgals gegn Írlandi í undankeppni HM.

„Ég lokaði ekki dyrum að því að fara til Sádi-Arabíu út af HM, heldur var það af því ég íhugaði aldrei að fara. Ég vildi vera áfram hjá Manchester United og félagið vildi halda mér. Það er allt og sumt,“ sagði Fernandes.

Fernandes kom til United frá Sporting í byrjun árs 2020 og verið þeirra mikilvægasti leikmaður síðan. Alls hefur hann komið að 186 mörkum í 298 leikjum og unnið tvo bikartitla.
Athugasemdir
banner
banner