Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   lau 11. október 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikilvægur hlekkur framlengir í Vogum
Mynd: Þróttur Vogum
Jón Veigar Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan samning við Þrótt Vogum en hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu.

Hann gekk til liðs við félagið í fyrra. Hann er fjölhæfur leikmaður en spilaði meira og minna í hægri bakverði síðasta sumar þegar Þróttur hafnaði í 3. sæti í 2. deild.

Hann hefur komið við sögu í 56 leikjum fyrir liðið.

Jón Veigar er fæddur árið 1997 en hann lék í yngri flokkum Breiðabliks og FH. Hann lék með Njarðvík og Augnablik áður en hann gekk til liðs við Þrótt Vogum.


Athugasemdir
banner
banner
banner