
Stjarnan fékk Þrótt í heimsókn á Samsungvöllinn í dag. Hörkuleikur sem endaði með 1-0 sigri gestana. Þetta var næst síðasti leikur tímabilsins hjá liðunum. Framundan er leikur gegn Víking í síðustu umferð Bestu Deildar Kvenna.
„Fyrri hálfleikur var vonbrigði, þannig séð heppnar að fara 1-0 í hálfleik. Seinni hálfleik stigum við aðeins upp. Þróttarar eru sterkir og góðar tilbaka, náðu að loka á okkar sóknaraðgerðir. Heilt yfir mjög lokaður leikur".
Stjarnan skoraði mark en það var flaggað og rangstæða dæmd.
„Væri til í að sjá aftur þegar við skoruðum í fyrri hálfleik. Virkaði virkilega tæpt og góð sókn, en svona er fótboltinn".
Liðið hefur verið að spila virkilega vel og situr í fjórða sæti þegar einn leikur er eftir.
„Liðið er vel stemt. Við komum inn í þessa úrslita keppni búnar að spila vel. Fótbolti er miklu skemmtilegri þegar gengur vel og fólk leggur sig fram. Mikil samkeppni í liðinu, þannig heilt yfir held ég að hópurinn mótíveri sig sjálfur".
„Síðan er líka bara stoltið í þessu, við erum að berjast um 4,5 og 6 sætið. Erum í fjórða og viljum halda því, þá þurfum við sigur á móti Víking í síðasta leik. Þannig við höldum áfram og látum þessa leiki skipta máli".
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan