Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 14:43
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard ekki í hóp í goðsagnaleik í Lundúnum - Eiður Smári á bekknum
Mynd: EPA
Eiður Smári er á bekknum hjá Chelsea
Eiður Smári er á bekknum hjá Chelsea
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, er ekki í leikmannahópnum hjá goðsagnaliði Liverpool sem heimsækir Chelsea á Stamford Bridge í dag, en hann er í viðræðum um að taka við skoska félaginu Rangers.

Gerrard hefur verið reglulega með í leikjum goðsagnaliðs Liverpool í landsleikjapásunum en hann er ekki með í dag.

Englendingurinn er í viðræðum um að taka aftur við Rangers í Skotlandi og gaf því ekki kost á sér. Eiður Smári Guðjohnsen, einn allra besti leikmaður í sögu Íslands, er á bekknum hjá Chelsea, en hann lék með liðinu frá 2000 til 2006 og vann þar tvo deildarmeistaratitla.

Leikurinn hófst fyrir tuttugu mínútum síðan.

Samkvæmt Sky Sports stendur val Rangers á milli Gerrard og Danny Röhl, fyrrum stjóra Sheffield Wednesday.

Gerrard er opinn fyrir því að taka aftur við taumunum hjá Rangers eftir að hafa gert liðið að deildarmeisturum árið 2021. Hann fór þaðan til Aston Villa og síðar Al Ettifaq í Sádi-Arabíu.

Rangers hefur einnig rætt við Rohl hjá Sheffield Wednesday, en samkvæmt Sky hefur Rangers ekki boðið þeim starfið til þessa.

Skoska félagið lét Russell Martin taka poka sinn eftir aðeins sautján leiki við stjórnvölinn. Rangers er í 8. sæti skosku deildairnnar með 8 stig eftir sjö umferðir.




Athugasemdir
banner
banner
banner