Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 13:40
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Hákonar lét sig hverfa eftir að hafa verið utan hóps
Berke Özer verður líklega ekki valinn í tyrkneska landsliðið á næstunni
Berke Özer verður líklega ekki valinn í tyrkneska landsliðið á næstunni
Mynd: EPA
Berke Özer, markvörður Lille og tyrkneska landsliðsins, verður ekki með Tyrkjum í mikilvægum leik gegn Georgíu í undankeppni HM á þriðjudag, en hann yfirgaf landsliðið eftir að hafa verið utan hóps gegn Búlgaríu.

Özer gekk í raðir Lille, liðs Hákonar Arnars Haraldssonar, í sumar eftir að Lucas Chevalier fór til Paris Saint-Germain. Hann var valinn í landsliðið í þessum glugga en var óvænt ekki í hópnum í 6-1 stórsigri á Búlgörum.

Markvörðurinn var ósáttur með þá ákvörðun og ákvað að láta sig hverfa.

Tyrkneska fótboltasambandið greinir frá þessu á vef sínum og gagnrýnir um leið hugarfar markvarðarins.

„Á tímum þar sem við erum að berjast um að ná því langþráða markmiði að komast á heimsmeistaramótið, þar sem samstaðan hefur aldrei verið betri, þykir okkur þessi hegðun með öllu óásættanleg,“ segir í yfirlýsingu sambandsins.

Muhammed Sengezer, markvörður Istanbul Basaksehir, hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Özer fyrir leikinn gegn Georgíu, en Tyrkir eru í öðru sæti E-riðils með 6 stig, aðeins þremur frá toppliði Spánverja eftir þrjá leiki.


Athugasemdir
banner
banner