Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 16:27
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Markvörður Ísraels varði tvö víti frá Haaland
Peretz las Haaland eins og opna bók
Peretz las Haaland eins og opna bók
Mynd: EPA
Ísraelski markvörðurinn Daniel Peretz varði tvær vítaspyrnur frá norska framherjanum Erling Braut Haaland á innan við mínútu í undankeppni HM í dag.

Leikur Noregs og Ísraels hófst fyrir rúmum tuttugu mínútum en Norðmenn fengu vítaspyrnu strax á 5. mínútu leiksins.

Haaland, markahæsti leikmaður í sögu norska landsliðsins, fór að sjálfsögðu á punktinn en Peretz varði vítaspyrnu hans alveg upp við stöng.

Framherjinn fékk að taka vítið aftur þar sem leikmenn Ísraels voru komnir inn í teiginn áður en Haaland skaut boltanum.

Peretz mótmælti þessu en sætti sig á endanum við niðurstöðuna og svaraði henni með því að verja endurtekið víti Haaland. Dagurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel en Haaland bætti upp fyrir þetta á 27. mínútu er hann gerði annað mark Norðmanna. Fyrra markið var sjálfsmark frá leikmanni Ísraels.


Athugasemdir
banner