Ísraelski markvörðurinn Daniel Peretz varði tvær vítaspyrnur frá norska framherjanum Erling Braut Haaland á innan við mínútu í undankeppni HM í dag.
Leikur Noregs og Ísraels hófst fyrir rúmum tuttugu mínútum en Norðmenn fengu vítaspyrnu strax á 5. mínútu leiksins.
Haaland, markahæsti leikmaður í sögu norska landsliðsins, fór að sjálfsögðu á punktinn en Peretz varði vítaspyrnu hans alveg upp við stöng.
Framherjinn fékk að taka vítið aftur þar sem leikmenn Ísraels voru komnir inn í teiginn áður en Haaland skaut boltanum.
Peretz mótmælti þessu en sætti sig á endanum við niðurstöðuna og svaraði henni með því að verja endurtekið víti Haaland. Dagurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel en Haaland bætti upp fyrir þetta á 27. mínútu er hann gerði annað mark Norðmanna. Fyrra markið var sjálfsmark frá leikmanni Ísraels.
Bayern loanee Daniel Peretz saves two Haaland penalties
— Bayern & Die Mannschaft (@iMiaSanMia_en) October 11, 2025
???? @GoalsXtra
pic.twitter.com/QaZfpsNjCn
Athugasemdir