Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
banner
   lau 11. október 2025 09:05
Elvar Geir Magnússon
Ísraelskir dómarar á Laugardalsvelli
Eimskip
Orel Grinfeeld með gula spjaldið.
Orel Grinfeeld með gula spjaldið.
Mynd: EPA
UEFA sendir Ísraelsmenn til Íslands að dæma leikinn gegn Frakklandi á Laugardalsvelli á mánudaginn.

Orel Grinfeeld er aðaldómari en hann er 44 ára og er þetta annar leikurinn í undankeppni HM sem hann dæmir á þessu ári. Hann dæmdi 3-0 sigur Englands gegn Lettlandi á Wembley.

Árið 2020 varð hann fyrsti ísraelski dómarinn sem dæmir leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en þá dæmdi hann leik Lazio og Bayern München í 16-liða úrslitum.

Landar hans Roy Hassan og Matityahu Yakobov verða aðstoðardómarar og Gal Leibovitz fjórði dómari.

Svisslendingar munu sjá um VAR dómgæsluna en aðal VAR dómari verður Sven Wolfensberger.

Frakkar eru á toppi riðilsins en Ísland datt niður í þriðja sæti eftir tapið gegn Úkraínu í gær.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 2 2 0 0 4 - 1 +3 6
2.    Úkraína 3 1 1 1 6 - 6 0 4
3.    Ísland 3 1 0 2 9 - 7 +2 3
4.    Aserbaísjan 2 0 1 1 1 - 6 -5 1
Athugasemdir
banner