Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 22:52
Kári Snorrason
Líður eins og við séum 2014 liðið
Eimskip
Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í kvöld.
Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég held að við höfum verið of fullir sjálfstrausts í leiknum.“
„Ég held að við höfum verið of fullir sjálfstrausts í leiknum.“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland tapaði gegn Úkraínu 3-5 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Á blaðamannafundi eftir leik sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson íslenska liðið minna sig á 2014 lið Íslands sem komst grátlega nálægt því að tryggja sér á sitt fyrsta stórmót.


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Þegar staðan er 3-3 þá voru okkar ungu strákar þannig að þetta var svo gaman, og við vorum æstir. Þá er akkúrat stundin þar sem við þurfum að hafa meiri stjórn á aðstæðum. Þá held ég að það hafi verið alveg korter eftir af leiknum. Þurfum að róa okkur aðeins niður og ná betri stjórn á leiknum, því þá eru þeir alveg drullu skelkaðir. Við þurfum að nýta okkur þetta. Mér líður stundum eins og við séum ennþá eins og 2014 liðið, áður en þeir verða frábærir. Þá þarf að taka svona stundir úr leiknum og vera sniðugari og kunna að sjá svona leiki út.“ 

„Kannski hefði 3-3 verið bara topp úrslit fyrir okkur. Af því við hendum þessu líka frá okkur síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik. Það var 1-1 þegar það voru fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og svo var 3-3 þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum. Ég held að við höfum verið of fullir sjálfstrausts í leiknum, því okkur leið svo vel. Ég gat ekki séð að þetta var eitthvað panik á einum eða neinum, því okkur leið svo vel. Þá förum við kannski að reyna einhver atriði sem mögulega ef og hefði eru að takast.“ 

„Ekki sjálfgefið að Ísland sé yfir gegn svona þjóðum“ 

Arnar segir að það sé ekki sjálfgefið að stýra leik gegn Úkraínu sem er 45 sætum fyrir ofan okkur á styrkleikalista FIFA. Hann telur að ekki sé tímabært að ráðast í taktískar breytingar vegna úrslita kvöldsins.

„Aserbaídsjan var frábær sigur og allt það, en með fullri virðingu þá var það Aserbaídsjan. Það var gert ráð fyrir að við myndum vera yfir í þeim leik. Á móti Úkraínu, sem er 45 sætum fyrir ofan okkur, er ekkert sjálfgefið að Ísland sé yfir á móti svona þjóðum. Þannig framfararirnar felast fyrst og fremst í því. Þá er næsta skref að kryfja af hverju við töpum þessum leik, mín skoðun er að þetta hafi bara verið ‘freak’, og við þurfum bara að laga ákvörðunartöku með boltann.

Svo getur verið þegar við horfum á leikinn aftur að þetta hafi verið bara algjört ‘disaster’ en það er ekkert sem bendir til þess að við þurfum að breyta öllu. Það fylgir þessu bara smá tannverkir að vera að reyna breyta leikstílnum svona dramatískt, en því fylgir líka að gera klaufaleg mistök. Öll okkar mörk í þessum leikjum voru ódýr.“ 


Athugasemdir
banner
banner