
„Þetta er hrikalega svekkjandi. Fá á sig fimm mörk, ég veit ekki hvað þeir eru með í xG en það getur ekki verið hátt. Þetta eru ekki bestu færin," segir markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson eftir tapið gegn Úkraínu í kvöld 3-5.
Fréttamaður sagði þá að Úkraína hefði verið með 0,6 í xG en flest mörkin komu með skotum af löngu færi.
Fréttamaður sagði þá að Úkraína hefði verið með 0,6 í xG en flest mörkin komu með skotum af löngu færi.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 5 Úkraína
„Að sækja boltann fimm sinnum í netið á heimavelli og fá ekki á sig fleiri skot er hrikalega svekkjandi og leiðinlegt fyrir mig sem markmann."
„Auðvitað horfir maður alltaf til baka á svona leiki þegar maður fær fimm mörk á sig þrátt fyrir að hafa ekki haft mikið að gera. Það eru ekki mörg af þessum mörkum sem maður hefði eitthvað getað gert í en þetta eru vangaveltur. Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast á heimavelli, fá á sig fimm mörk en þetta var mjög skrítinn leikur."
Þetta tap á heimavelli flækir málin í leið Íslands að HM.
Athugasemdir