Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   lau 11. október 2025 17:05
Brynjar Óli Ágústsson
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Við erum bara húsgögn hérna í Kaplakrika, við erum ekki að fara eitt eða neitt.
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er stórkoslteg maður og miklir léttir að gera þetta á heimavelli. Þvílíkur baráttu sigur hjá leikmönnum FH liðsins, frábært að koma til baka eftir að hafa fengið tvö mörk í andlitið,'' segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-2 sigur gegn Víking í 5 umferð efri hluta Bestu deildar.


Lestu um leikinn: FH 3 -  2 Víkingur R.

Dominos bauð áhorfendum frítt inn á leikinn og það var vel mætt hjá báðum liðum.

„Það gerir alltaf helling fyrir leikmenn, því fleiri áhorfendur því meiri skemmtun fyrir leikmenn og alla sem að leiknum koma. Áhorfendur skipta máli og það hefur verið flottur stígandi í stuðningsmönnum FH í sumar og við reynum alltaf að gefa þeim góðan leik,''

Guðni var ekki sáttur með víta dóminn sem Twana gaf Víkingum til þess að jafna leikinn 1-1.

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn gríðarlega vel, komust í tvö færi bara innan við fyrstu mínútu. Fáum svo á okkur vítaspyrnu sem er galinn dómur sem hjálpaði okkur engan veginn. Þvílíkt sterkt hjá leikmönnum að koma til baka með að skora tvö mörk og ná síðan að halda leikinn út. Ég er himinn lifandi, vá!'' segir Guðni

FH hefur tryggt sér 2. sæti deildarinnar og Guðni var spurður út í hvað þetta þýðir fyrir klúbbinn.

„Þetta er ótrúlega stórt að við séum að ná þessum árangri og ég er gallharður FH-ingur og svart hvítt hjarta og allt það og fá að taka þátt í þessari vegferð er bara geggjað. Við fara upp á næstu tröppu með sumrinu og það eru bjartir tímar hér framundan.''

Spurt var Guðna hvort hann og bróðir hans verða áfram hjá FH fyrir næsta tímabil.

„Ég á ekki von á öðru, ég er með samning við FH annað ár og við erum bara húsgögn hérna í Kaplakrika, við erum ekki að fara eitt eða neitt.'' segir Guðni í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner