
„Tilfinningin er stórkoslteg maður og miklir léttir að gera þetta á heimavelli. Þvílíkur baráttu sigur hjá leikmönnum FH liðsins, frábært að koma til baka eftir að hafa fengið tvö mörk í andlitið,'' segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-2 sigur gegn Víking í 5 umferð efri hluta Bestu deildar.
Lestu um leikinn: FH 3 - 2 Víkingur R.
Dominos bauð áhorfendum frítt inn á leikinn og það var vel mætt hjá báðum liðum.
„Það gerir alltaf helling fyrir leikmenn, því fleiri áhorfendur því meiri skemmtun fyrir leikmenn og alla sem að leiknum koma. Áhorfendur skipta máli og það hefur verið flottur stígandi í stuðningsmönnum FH í sumar og við reynum alltaf að gefa þeim góðan leik,''
Guðni var ekki sáttur með víta dóminn sem Twana gaf Víkingum til þess að jafna leikinn 1-1.
„Við byrjuðum seinni hálfleikinn gríðarlega vel, komust í tvö færi bara innan við fyrstu mínútu. Fáum svo á okkur vítaspyrnu sem er galinn dómur sem hjálpaði okkur engan veginn. Þvílíkt sterkt hjá leikmönnum að koma til baka með að skora tvö mörk og ná síðan að halda leikinn út. Ég er himinn lifandi, vá!'' segir Guðni
FH hefur tryggt sér 2. sæti deildarinnar og Guðni var spurður út í hvað þetta þýðir fyrir klúbbinn.
„Þetta er ótrúlega stórt að við séum að ná þessum árangri og ég er gallharður FH-ingur og svart hvítt hjarta og allt það og fá að taka þátt í þessari vegferð er bara geggjað. Við fara upp á næstu tröppu með sumrinu og það eru bjartir tímar hér framundan.''
Spurt var Guðna hvort hann og bróðir hans verða áfram hjá FH fyrir næsta tímabil.
„Ég á ekki von á öðru, ég er með samning við FH annað ár og við erum bara húsgögn hérna í Kaplakrika, við erum ekki að fara eitt eða neitt.'' segir Guðni í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.