Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
banner
   lau 11. október 2025 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Enzo Fernández dregur sig úr landsliðshópnum
Mynd: EPA
Argentínski miðjumaðurinn Enzo Fernández hefur dregið sig úr argentínska landsliðshópnum vegna meiðsla og heldur því aftur til London.

Fernández er með bólgur í hnénu en ekki er ljóst hversu alvarlegar þær eru, en talið er að leikmaðurinn gæti misst af næstu leikjum Chelsea.

Chelsea heimsækir Nottingham Forest um næstu helgi og spilar svo við Ajax og Sunderland vikuna þar á eftir.

Fernández er lykilmaður á miðjunni hjá Chelsea þar sem hann er kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu eftir fyrstu sjö leikina á nýju úrvalsdeildartímabili.

Fernández spilaði fyrstu 78 mínúturnar í 1-0 sigri Argentínu gegn Venesúela í æfingaleik í landsleikjahlénu. Hann missir af leiknum gegn Púertó Ríkó.
Athugasemdir
banner
banner