
„Það er mjög erfitt að lesa í Arnar. Hann er alveg trúr sínu liði," segir sparkspekingurinn Baldur Sigurðsson þegar rætt er um líklegt byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi.
Baldur mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net og ræddi um landsliðið. Hann reiknar með að Ísland verði í sama kerfi og í tapinu nauma gegn Frökkum 2-1 á Prinsavöllum.
Hann veltir þeim möguleika upp að Aron Einar Gunnarsson komi mögulega inn í hjarta varnarinnar.
„Ég held að hann fari aftur í þessa fimm manna vörn, 5-3-2 eins og við gerðum í París og virkaði vel á móti Frökkunum. Það er nánast ekki varnarmaður í hópnum. Kannski er Aron Einar klár og við getum notað hann milli Daníels Leó og Sverris. Kannski breytir hann einhverju þar," segir Baldur.
Baldur mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net og ræddi um landsliðið. Hann reiknar með að Ísland verði í sama kerfi og í tapinu nauma gegn Frökkum 2-1 á Prinsavöllum.
Hann veltir þeim möguleika upp að Aron Einar Gunnarsson komi mögulega inn í hjarta varnarinnar.
„Ég held að hann fari aftur í þessa fimm manna vörn, 5-3-2 eins og við gerðum í París og virkaði vel á móti Frökkunum. Það er nánast ekki varnarmaður í hópnum. Kannski er Aron Einar klár og við getum notað hann milli Daníels Leó og Sverris. Kannski breytir hann einhverju þar," segir Baldur.
Býst við bræðraskiptingu
Andri Lucas Guðjohnsen verður í banni á morgun eftir að hafa fengið gult spjald gegn Úkraínu. Baldur býst við því að Daníel Tristan fylli skarð bróður síns í fremstu víglínu.
Bróðir hans kemur þá örugglega inn. Það er spurning hvort Sævar (Atli Magnússon) haldi traustinu og verði inni eða hvort Brynjólfur (Willumsson) komi mögulega inn. Stefán Teitur (Þórðarson) gæti komið inn á miðjuna með Hákoni og Ísaki," segir Baldur.
Baldur vill sjá Loga Tómasson í vinstri bakverðinum en umræðuna má heyra í spilaranum hér að neðan.
Seinna í dag verður fréttamannafundur hjá íslenska liðinu á Laugardalsvelli þar sem Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson svara spurningum fjölmiðlamanna. Að fundinum loknum birtum við líklegt byrjunarlið Íslands hér á síðunni.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 7 - 1 | +6 | 9 |
2. Úkraína | 3 | 1 | 1 | 1 | 6 - 6 | 0 | 4 |
3. Ísland | 3 | 1 | 0 | 2 | 9 - 7 | +2 | 3 |
4. Aserbaísjan | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 - 9 | -8 | 1 |
Athugasemdir