Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Norðmenn mótmæltu stríðinu í Palestínu
Mynd: Reddit / Veraldarvefurinn
Noregur rúllaði yfir Ísrael í undankeppni fyrir HM í dag þar sem Erling Haaland gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.

Það voru hávær og fjölmenn mótmæli í Osló fyrir leikinn gegn Ísraelum, þar sem mótmælendur kalla eftir því að Ísrael fái ekki að taka þátt í alþjóðlegum keppnum vegna alvarlegra mannréttindabrota í Palestínu.

Lögregla beitti táragasi til að hafa hemil á mótmælendum í Osló en hún gat ekki komið í veg fyrir mótmæli á áhorfendapöllunum.

Áhorfendur mættu á völlinn með risastóran palestínskan fána og beint við hliðina á honum var annar borði sem sagði einfaldlega: „Leyfum börnum að lifa."

Ekki nóg með það heldur kom það nokkrum sinnum fyrir í leiknum að áhorfendur byrjuðu að kalla „Frjáls Palestína!" í takt.

Norway fans chant "Free Palestine" vs Israel
byu/977x insoccer

Athugasemdir