Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 23:29
Haraldur Örn Haraldsson
„Við viljum helst hafa tvo til þrjá Hákona inn á vellinum"
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland tapaðir gegn Úkraínu 3-5 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Á blaðamannafundi eftir leik sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson að hann væri helst til í að vera með fleiri en einn leikmann eins og Hákon Arnar Haraldsson þar sem hann er góður bæði aftarlega á vellinum í uppspili og framarlega á vellinum í hættulegum stöðum.


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Við viljum helst hafa 2-3 Hákona inn á vellinum. Málið er að dínamíkin sem hann og Hákon eru með saman er ótrúleg. Hún hjálpar okkur að halda boltanum og koma okkur í góðar stöður. Öllu jafna viltu hafa hann í hálfsvæðunum líka og við jöfnum leikinn úr því að hafa hann í hálfsvæðinu. Þá náttúrulega tökum við sénsa, og allt þar fram eftir götunum. Öllu jafna viltu hafa einn Hákon djúpann og einn Hákon í hálfsvæðunum. Sem betur fer getur hann sinnt báðum hlutverkum, en eins og staðan er í dag þá er hann bara svo gríðarlega mikilvægur fyrir okkar uppspil sem djúpur. Ég held þið hafið alveg séð það að tengingin milli hans og Ísaks er mjög mikilvægt fyrir okkar leik."

„Maður getur ekki verið með stýripinna á hliðarlínunni"

Ísland var mikið með boltann í leiknum en Úkraína náði aðallega að skapa sér færi þegar þeir misstu boltann. Arnar segir að lykil atriðið sé að passa betur upp á boltann.

„Ég held það sé frekar, betri ákvörðunartaka með boltann. Mér leið eins og okkur leið ekki illa með pressuna þeirra, ég veit ekki hvort þið séuð sammála mér í því. Mér leið þannig, eins og ‘transition’ stundirnar hjá þeim voru frekar að koma þegar við vorum að neyða boltann í gegnum miðjuna, þar sem þeir voru sterkir fyrir. Það gerðist 2-3 í fyrri hálfleik, samanber eins og í þriðja markinu. Það var óþarfa sending inn á miðjuna og þá er hættan að við fáum á okkur ‘transition’. Möguleikarnir á móti svona liði er að teygja vel á þeim og cirkulera boltann betur.

Maður getur ekki verið með stýripinna á hliðarlínunni og reynt að stjórna þessu algjörlega, þetta eru bara ákvarðanir sem menn taka þar og þá og stundum tekst það og stundum ekki. Því fleiri ákvarðanir sem þú tekur svona, sem leiðir að því að við fáum á okkur mörk, ef þú lærir ekki af því, þá er náttúrulega mikið að. "


Athugasemdir
banner