Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
banner
   lau 11. október 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
KA í viðræðum við Birni og Sævar er bjartsýnn
Birnir kom frá Halmstad í sumar.
Birnir kom frá Halmstad í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rodri kom til KA fyrir tímabilið 2020.
Rodri kom til KA fyrir tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru margir sem bíða spenntir eftir því hvort Birnir Snær Ingason ætli sér að taka annað tímabil hjá KA. Hann kom til KA frá Halmstad í sumarglugganum, hefur spilað vel og gengi KA breyttist eftir komu hans.

Samningur hans rennur út um áramótin og KA er í viðræðum við Birni um framlengingu. Fótbolti.net ræddi við framkvæmdastjóra KA, Sævar Pétursson, um mögulega framlengingu á samningi Birnis fyrir norðan.

„Við erum í viðræðum við hann og umboðsmann hans þessa dagana. Við erum að sjá hvað er hægt að gera og hvort það sé hægt að klára þau mál. Það er sannarlega vilji hjá okkur að halda leikmanninum hjá okkur. Það er eitt af þessum málum sem eru í gangi og vonandi skýrist þetta á næstu dögum."

Ertu bjartsýnn?

„Já, ég er það að eðlisfari. Ég er bjartsýnn á að hann spili með okkur á komandi árum."

Rodri gæti fenginn nýjan samning
Spænski miðjumaðurinn Rodri var orðaður við heimför til Spánar eftir tímabilið en þau plön hafa breyst og það er möguleiki á að hann verði áfram á Íslandi.

„Rodri er einn af þeim leikmönnum sem við erum að ræða við. Það var alltaf stefnan hjá honum að fara í lögreglunám á Spáni og ég held að hann hefði þurft að byrja á því áður en hann yrði 37 ára. Svo skilst mér að eitthvað sé búið að breyta þeim reglum og það er hægt fyrir hann að fara seinna inn í það nám. Við eigum fund með honum eftir helgina og förum yfir hlutina. Hann er topp-topp eintak af manni."

„Það kemur sannarlega til greina að hann verði áfram, við förum yfir þau mál núna; hvernig við og þjálfarateymið sjáum hans hlutverk,"
segir Sævar.
Athugasemdir
banner