Það fóru tveir leikir fram á heimsmeistaramóti U20 ára landsliða í gærkvöldi þar sem Spánn og Mexíkó voru slegin úr leik í 8-liða úrslitum.
Þetta þýðir að það eru aðeins tvær Evrópuþjóðir eftir í mótinu, sem mætast seint í kvöld.
Spánn tapaði gegn Kólumbíu þökk sé þrennu frá Neiser Villarreal, en hann skoraði tvennu gegn Suður-Afríku í 16-liða úrslitunum.
Rayane Belaid og Jan Virgili, leikmenn Atlético Madrid og Mallorca, skoruðu mörk Spánverja. Lokatölur 3-2 fyrir Kólumbíu, sem mætir Argentínu í suður-amerískum undanúrslitaleik.
Mateo Silvetto og Maher Carrizo skoruðu mörk Argentínu í sigri gegn Mexíkó, en Argentína er búið að eiga frábært mót hingað til.
Argentínsku strákarnir hafa unnið alla fimm leiki sína hingað til á mótinu og eru með markatöluna 14-2.
Frakkland og Noregur eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld, eftir að Bandaríkin spila við Marokkó.
Bandaríkin unnu þægilegan sigur á Ítalíu í síðustu umferð, á meðan Marokkó lagði Suður-Kóreu að velli.
Bandaríkin eru meðal sigurstranglegustu liða mótsins en þau unnu 3-0 gegn Frakklandi í riðlakeppninni.
Marokkó lagði bæði Spán og Brasilíu að velli í riðlakeppninni.
Spánn 2 - 3 Kólumbía
0-1 Neiser Villarreal ('38)
1-1 Rayane Belaid ('56)
2-1 Jan Virgili ('59)
2-2 Neiser Villarreal ('64)
2-3 Neiser Villarreal ('89)
Mexíkó 0 - 2 Argentína
0-1 Maher Carrizo ('9)
0-2 Mateo Silvetti ('56)
Leikir kvöldsins:
20:00 Bandaríkin - Marokkó
23:00 Noregur - Frakkland
Athugasemdir