
„Gríðarlega svekkjandi, mér fannst við fá ódýr mörk á okkur og ég er mjög súr eftir þennan leik,'' segir Bergdís Sveinsdóttir, leikmaður Víkinga, eftir 3-2 tap gegn FH í 4 umferð efri hluta Bestu deildar.
Lestu um leikinn: FH 3 - 2 Víkingur R.
Víkingar voru undir eftir fyrsta hálfleik og Bergdís var spurð hvernig stemning var inn í klefanum.
„Við vildum bara gera betur, skoruðum þessi tvö mörk en leiðinlegt að fá svo tvö mörk á okkur. Við eigum bara að klára leikinn þegar við erum komin 2-1 yfir.''
Víkingur hefur lítið til þess að spila fyrir í þessum seinustu leikjum deildarinnar.
„Það er alltaf gaman að spila fótbolta leiki, við byrjuðum tímabilið ekkert rosa vel, þannig við erum að nýta hvern leik til að vera betri og betri, við ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil.''
Þjálfari Víkings, Einar, kom inn í miðju tímabili og kom Víking upp í efri hluta deildarinnar.
„Sú breyting var alveg gríðarlega mikil og geggjað að fá nýja leikmenn inn. Mér finnst alveg stígandi í leiknum okkar,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.