
Tindastóll 5 - 2 FHL
1-0 Elísa Bríet Björnsdóttir ('8 )
2-0 Nicola Hauk ('12 )
2-1 Christa Björg Andrésdóttir ('24 )
2-2 Calliste Brookshire ('29 )
3-2 María Dögg Jóhannesdóttir ('39 )
4-2 Elísa Bríet Björnsdóttir ('48 )
5-2 Isabelle Rose Gilmore ('72 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn
1-0 Elísa Bríet Björnsdóttir ('8 )
2-0 Nicola Hauk ('12 )
2-1 Christa Björg Andrésdóttir ('24 )
2-2 Calliste Brookshire ('29 )
3-2 María Dögg Jóhannesdóttir ('39 )
4-2 Elísa Bríet Björnsdóttir ('48 )
5-2 Isabelle Rose Gilmore ('72 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn
Tindastóll hafði 5-2 sigur á FHL í leik þeirra föllnu í neðri hlutanum í Bestu deild kvenna í dag, en þetta var síðasti leikur beggja liða á tímabilinu.
Bæði lið voru fallin fyrir þessa umferð en voru bæði staðráðin í að klára tímabilið með sæmd.
Stólarnir náðu tveggja marka forystu á fjórum mínútum í byrjun leiksins. Elísa Bríet Björnsdóttir skoraði á 8. mínútu er hún fékk boltann á fjær og kláraði færið áður en NIcola Hauk bætti við öðru með skalla eftir hornspyrnu.
FHL þurfti aðeins fimm mínútur til að komast aftur inn í leikinn. Christa Björg Andrésdóttir potaði boltanum í netið eftir hornspyrnu á 24. mínútu og jafnaði Calliste Brookshire metin er hún komst ein í gegn, fór framhjá Genevieve Crenshaw og lagði boltann í autt netið.
Tindastóll náði aftur tökum á leiknum. María Dögg Jóhannesdóttir kom heimakonum yfir á 39. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu frá Elísu.
Elísa var að eiga stórleik með Stólunum, en hún skoraði annað mark sitt í leiknum þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum með hörkuskoti í þaknetið eftir undirbúning frá Hauk.
Tuttugu mínútum síðar útilokuðu Stólarnir mögulega endurkomu FHL með því að koma forystunni í þrjú mörk. Isabelle Rose Gilmore varð fyrir því óláni að stýra fyrirgjöf í eigið net.
Stólarnir kláruðu þetta örugglega í seinni hálfleik og ljúka tímabilinu með sigri. Tindastóll hafnaði í næst neðsta sæti með 21 stig en FHL í neðsta sæti með aðeins 4 stig.
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir