Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   lau 11. október 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM í dag - Mjög erfitt verkefni fyrir lærisveina Heimis
Mynd: EPA
Það eru átta leikir í undankeppni HM á dagskrá í dag.

Lettland og Andorra sparka veislunni af stað klukkan 13. Ungverjaland mætir Armeníu og Noregur fær Ísrael í heimsókn klukkan 16.

Fimm leikir eru á dagskrá klukkan 18:45. Spánn fær Georgíu í heimsókn. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, er undir gríðarlegri pressu eftir slæma byrjun í keppninni.

Liðið á erfitt verkefni fyrir höndum þar sem Írland heimsækir Portúgal. Ítalía heimsækir Eistland og þá mætast Serbía og Albanía.

Undankeppni HM
13:00 Lettland - Andorra
16:00 Ungverjaland - Armenia
16:00 Noregur - Ísrael
18:45 Bulgaria - Tyrkland
18:45 Serbía - Albanía
18:45 Spánn - Georgía
18:45 Portúgal - Írland
18:45 Eistland - Ítalía
Athugasemdir