Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
banner
   sun 12. október 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Zidane: Ég mun snúa aftur í þjálfun
Mynd: EPA
Zinedine Zidane vonast til að snúa aftur í þjálfun sem fyrst og talaði enn og aftur um draum sinn að stýra franska landsliðinu, en hann ræddi þetta á Trento Sports hátíðinni um helgina.

Frakkinn var einn besti fótboltamaður tíunda og fyrsta áratugar 21. aldarinnar en hann tók það þekkta skref að halda út í þjálfun eftir ferilinn.

Þar hélt hann áfram að vera sigursæll en hann stýrði Real Madrid í tvígang þar sem hann vann ellefu titla.

Zidane hefur ekkert þjálfað síðan 2021 en hann hefur beðið þolinmóður eftir því að þjálfarastaða franska landsliðsins losni og mun það gerast eftir HM á næsta ári.

„Ég mun 100 prósent snúa aftur í þjálfun. Til Juventus? Ég veit ekki af hverju það varð ekkert úr því, en Juventus mun alltaf eiga stað í hjarta mínu því félagið gaf mér svo margt.“

„Það er aldrei að vita í framtíðinni, en eitt af markmiðum mínum er að þjálfa franska landsliðið. Sjáum til hvað gerist,“
sagði Zidane.
Athugasemdir