Það eru gríðarlega spennandi árgangar að koma upp hjá Stjörnunni þar sem strákarnir í 4. og 5. fóru á kostum á árinu.
Í 5. flokki enduðu Stjörnustrákar með fullt hús stiga á Íslandsmótinu, eða 33 stig úr 11 umferðum og markatöluna 108-16, áður en þeir fóru í úrslitakeppnina.
Þar sigruðu þeir 5-2 gegn ÍBV í undanúrslitum og svo 5-3 gegn Breiðabliki í úrslitaleiknum. Í úrslitaleiknum skoraði Baldur Ari Baldursson þrennu og Róbert Páll Veigarsson tvennu.
5. flokkur Stjörnunnar vann því alla sína leiki á Íslandsmótinu í sumar, en það er engin bikarkeppni í þeim flokki.
Það er hins vegar bikarkeppni í 4. flokki og þar vann Stjarnan þægilegan 5-0 sigur í úrslitaleiknum gegn sameinuðu liði KA og Völsungs. Fannar Heimisson skoraði þrennu í sigrinum.
Garðbæingar unnu 5-1 í undanúrslitum en lentu í mestum erfiðleikum umferðina þar á undan, þegar þeir þurftu framlengingu til að þess að leggja FH að velli.
Stjörnustrákar gerðu þá vel að enda með fullt hús stiga í 3. lotu Íslandsmótsins og markatöluna 25-3 eftir 8-1 sigur gegn FH í lokaumferðinni til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Athugasemdir