Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wilshere líklegur til að taka við Luton
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jack Wilshere, fyrrum miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, er sagður vera líklegur til að taka við stjórnartaumunum hjá Luton Town, sem leikur í League One deildinni.

Matt Bloomfield var rekinn eftir tapleik gegn Stevange á dögunum og greinir Sky Sports frá því að Wilshere sé meðal líklegustu kandídata til að taka við.

Richie Wellens og Charlie Daniels eru einnig sagðir koma til greina ásamt fleirum.

Ef Wilshere verður ráðinn yrði annað starfið á þjálfaraferlinum hans eftir að hann tók tímabundið við Norwich City fyrr á árinu.

Hann var ráðinn sem bráðabirgðaþjálfari Norwich og undir hans stjórn vann liðið einn leik og gerði eitt jafntefli.

Fyrr í sumar var Wilshere orðaður við þjálfarastarfið hjá Plymouth, en Tom Cleverley var ráðinn í hans stað.

Luton er um miðja deild með 16 stig eftir 11 umferðir. Liðið er búið að falla niður um tvær deildir á tveimur árum.

   03.06.2025 13:06
Wilshere líklegastur til að taka við Íslendingaliði

Athugasemdir
banner
banner