Reynir Sandgerði auglýsir eftir þjálfara fyrir næsta sumar. Liðið fagnaði 90 ára afmælinu sínu á árinu og hafnaði í 5. sæti 3. deildar í sumar.
Fréttatilkynningin í heild sinni
Knattspyrnufélagið Reynir, knattspyrnudeild, auglýsir eftir þjálfara til starfa vegna meistaraflokk karla fyrir tímabilið 2025-2026.
Félagið sem í ár fagnaði 90 ára afmæli sínu spilar í 3. deild Íslandsmóts KSÍ en liðið hafnaði í 5. sæti deildarinnar sumarið 2025.
Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að leiða starf meistaraflokks karla fyrir tímabilið 2025-2026, eða lengur.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu skulu sendar á netfangið [email protected]
Frekari upplýsingar um þjálfarastarfið veita:
Hannes Jón Jónsson, formaður knattspyrnudeildar í síma: 861-9891
Marino Oddur Bjarnason, varaformaður knattspyrnudeildar í síma: 696-2677
Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 27. október 2025.
Athugasemdir