Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
banner
   lau 11. október 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Newcastle búið að finna nýjan yfirmann fótboltamála
Eddie Howe að fá nýjan samstarfsfélaga
Eddie Howe að fá nýjan samstarfsfélaga
Mynd: EPA
Newcastle er íviðræðum við Nottingham Forest um Ross Wilson, yfirmann fótboltamála, en hann hefur náð munnlegu samkomulagi við félagið.

Stjórn Newcastle hefur valið hann til að leiða félagið eftir að Paul Mitchell hætti störfum í lok síðasta tímabils.

Wilson hefur ekki aðeins hlotið viðurkenningu fyrir ráðningar sínar og leikmannaval heldur er hann talinn vera einhver sem getur haldið áfram að efla félagið utan vallar og tryggt að Newcastle geti keppt á alla mögulega vegu.

Talið er að hann hefji störf í janúar á næsta ári en það gæti breyst ef viðræður ganga vel.
Athugasemdir
banner