Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
banner
   lau 11. október 2025 12:15
Brynjar Ingi Erluson
Sterkt stig hjá Kristjáni og stöllum hans í Damaiense
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson og stöllur hans í Damaiense gerðu 1-1 jafntefli við Racing Power í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa tapað stórt í síðustu tveimur leikjum.

Kristján tók við Damainsene í lok ágúst og stýrði fyrsta deildarleik sínum í 2-1 sigri á Íslendingaliði Braga.

Eins og kom fram hér á Fótbolta.net var byrjun hans hjá félaginu eins og í Hollywood-handriti. Aðeins fjórir leikmenn voru á skrá hjá félaginu og óvíst hvort keppnisleyfi fengist þegar stutt var í gluggalok.

Á lokadegi gluggans landaði Damaiense níu leikmönnum og náði að setja saman 14 manna hóp.

Þrátt fyrir þessa erfiðleika tókst Damaiense að vinna Braga, en tapaði síðan næstu tveimur leikjum gegn stórliðum Sporting og Benfica, 6-0, og 8-0.

Í dag mætti það sterku liði Racing Power þar sem tókst að ná í stig og má segja að það hafi gengið vonum framar miðað við alla óvissuna í byrjun leiktíðar.

Stelpurnar hans Stjána eru nú með 4 stig í 6. sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir en næsti leikur liðsins er gegn Vitoria Guimaraes 1. nóvember.

Hildur Antonsdóttir lék allan leikinn með Madrid CFF sem tapaði fyrir Badalona, 1-0, í Liga F á Spáni. Madrid, sem hafði unnið tvo leiki í röð fram að þessum leik, er í 6. sæti með 11 stig eftir sjö umferðir.
Athugasemdir
banner