Stórþjóðirnar unnu og Albanía hafði betur í Serbíu
Fimm síðustu leikjum kvöldsins er lokið í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM, þar sem stórþjóðirnar fóru með sigur af hólmi í sínum leikjum.
Portúgal vann aðeins 1-0 gegn lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu þrátt fyrir mikla yfirburði allan leikinn. Írar sáu ekki til sólar og áttu einungis tvær marktilraunir í leiknum, sem hæfðu ekki rammann, en þeir vörðust gríðarlega vel.
Portúgalir áttu 30 marktilraunir í leiknum og klúðraði Cristiano Ronaldo vítaspyrnu á 78. mínútu. Sigurmarkið leit ekki dagsins ljós fyrr en í uppbótartíma þegar Rúben Neves skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Trincao.
Portúgal er því með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir á meðan Írar eiga aðeins eitt stig. Þeir þurfa sigur á heimavelli gegn Armeníu næsta þriðjudag. Allt annað en sigur þar gæti leitt til brottrekstrar Heimis úr þjálfarastarfinu.
Ítalía vann þá þægilega á útivelli gegn Eistlandi og er í góðri stöðu í baráttunni um annað sæti I-riðils, en Moise Kean meiddist í sigrinum og Mateo Retegui brenndi af vítaspyrnu.
Spánverjar lögðu Georgíu að velli þrátt fyrir að vera án kantmannanna öflugu Lamine Yamal og Nico Williams. Yeremy Pino kantmaður Crystal Palace skoraði fyrra mark leiksins og gerði Mikel Oyarzabal, sem er í samkeppni við Orra Stein Óskarsson um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu hjá Real Sociedad, seinna markið. Ferran Torres klúðraði vítaspyrnu.
Þá skoraði Tyrkland sex mörk í stórsigri í Búlgaríu. Þar skoraði Arda Güler eitt mark og lagði tvö upp á meðan Kenan Yildiz setti tvennu og átti Hakan Calhanoglu tvær stoðsendingar.
Spánn er með fullt hús stiga á toppi riðilsins og fylgja Tyrkir á eftir þeim með sex stig, en Spánverjar rúlluðu yfir Tyrki í síðasta landsleikjahléi.
Að lokum hafði Albanía betur í hatrömmum grannaslag gegn Serbíu. Rey Manaj, fyrrum leikmaður Watford, skoraði eina mark leiksins.
Til gamans má geta að það voru dæmdar þrjár vítaspyrnur í leikjum kvöldsins og fóru þær allar forgörðum. Þá klúðraði Erling Haaland einnig vítaspyrnu fyrir Noreg fyrr í dag.
Vladislavs Gutkovskis leikmaður Lettlands er sá eini sem skoraði af vítapunktinum í leikjum dagsins.
Eistland 1 - 3 Ítalía
0-1 Moise Kean ('4 )
0-1 Mateo Retegui ('30 , Misnotað víti)
0-2 Mateo Retegui ('38 )
0-3 Pio Esposito ('74 )
1-3 Rauno Sappinen ('76 )
Spánn 2 - 0 Georgía
1-0 Yeremi Pino ('24 )
1-0 Ferran Torres ('29 , Misnotað víti)
2-0 Mikel Oyarzabal ('64 )
Portúgal 1 - 0 Írland
0-0 Cristiano Ronaldo ('75 , Misnotað víti)
1-0 Ruben Neves ('91 )
Búlgaría 1 - 6 Tyrkland
0-1 Arda Guler ('11 )
1-1 Radoslav Kirilov ('13 )
1-2 Viktor Popov ('49 , sjálfsmark)
1-3 Kenan Yildiz ('51 )
1-4 Kenan Yildiz ('56 )
1-5 Zeki Celik ('65 )
1-6 Irfan Kahveci ('90 )
Serbía 0 - 1 Albanía
0-1 Rey Manaj ('45 )
Athugasemdir