
„Tilfinningin bara mjög slæm, náttúrulega leiðinlegt að tapa leikjum,'' segir Einar Guðnason, þjálfari Víking, eftir 3-2 tap gegn FH í 4 umferð efri hluta Bestu deildar kvenna.
Lestu um leikinn: FH 3 - 2 Víkingur R.
„Við áttum mikið inni, svo voru mjög erfiðar aðstæður í fyrri að við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að gera. Við komum ágætlega sterkt inn í seinni hálfleik en svo fór þetta sem fór.''
Víkingur hefði að mestu leyti geta komist í 4. sæti með sigur í dag og næsta leik, en það er ekki raunin lengur.
„Við ætluðum að enda í fjórða sæti og höfðum því að keppa. Svo er gaman að spila fótbolta og það er ótrúlegt að við erum komin í október og veðrið er svona. Þó að hafi verið mjög erfitt veður undanfarna daga, mikil rigning og völlurinn rosalega blautur. En hann lítur ótrúlega vel út miða við það,''
„FH vann þennan leik og þetta var ekki lélegt hjá okkur. Við stóðum okkur vel, en einhver þurfti að vinna leikinn og FH gerði það,''
Einar var spurður út í gengi liðsins í ár eftir að hann tók við þeim sem þjálfari.
„Þó við höfum kannski viljað fá betri úrslit í þessari úrslitakeppni, það hafa allt verið hörku leikir, við höfum tapað öllum 3-2, við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur.'' segir Einar í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.