Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mkhitaryan: Mourinho kallaði mig skíthæl
Mynd: Roma
Henrikh Mkhitaryan, fyrrum leikmaður Man Utd, hefur greint frá því hvað fór á milli hans og Mourinho þáverandi stjóra Man Utd á sínum tíma en Mourinho gagnrýndi leikmanninn mikið opinberlega.

Þeir voru saman hjá Man Utd frá 2016-2018.

„Ég sagði einu sinni við hann á æfingu að hann að hann hafi verið búinn að gagnrýna mig í eitt og hálft ár. Mourinho kallaði mig þá skíthæl og þá missti ég þolinmæðina. Ég sagði við hann: „Þú ert skíthæll, ótrúlegur skíthæll. Hann sendi mig burt og sagðist ekki vilja sjá mig aftur. Þetta var upphafið að endinum," skrifaði Mkhitaryan í nýja sjálfsævisögu sína.

Mkhitaryan og Mourinho hittust aftur árið 2021 en þá var Mourinho ráðinn stjóri Roma þar sem Mkhitaryan var meðal leikmanna.
Athugasemdir