Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 13:26
Brynjar Ingi Erluson
Todor Hristov tekinn við Hetti/Hugin (Staðfest)
Matthías Tim Sigurðarson Rühl (formaður rekstarfélags Hattar) og Todor Hristov við undirskrift
Matthías Tim Sigurðarson Rühl (formaður rekstarfélags Hattar) og Todor Hristov við undirskrift
Mynd: Höttur/Huginn
Todor Hristov er tekinn við Hetti/Hugin og mun stýra liðinu til næstu þriggja ára en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Höttur/Huginn hafnaði í botnsæti 2. deildar í sumar með aðeins 17 stig úr 22 leikjum.

Todor tekur við liðinu af Brynjari Árnason og mun stýra því til næstu þriggja ára. Hann mun einnig starfa sem yfirþjálfari yngri flokka Hattar.

Hann kom fyrst til Íslands árið 2014 og spilaði þá með Víkingi R, en fór ári síðar á Vopnafjörð þar sem hann raðaði inn mörkum með Einherja. Alls spilaði hann 139 leiki og skoraði 77 mörk í öllum keppnum áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2020 og sneri sér að þjálfun.

Todor er metnaðarfullur þjálfari sem er með A-gráðu frá UEFA, en hann hefur síðustu ár þjálfað yngri flokka ÍBV og stýrði þá meistaraflokki kvenna í eitt ár frá 2022 til 2023.

Spennandi ráðning í Múlaþingi og verður áhugavert að sjá hvað hann mun gera með liðið á næstu árum.
Athugasemdir
banner