Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   þri 12. nóvember 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mál Thomas Partey enn á borði lögreglu
Mynd: EPA
Daily Mail og Goal eru meðal fjölmiðla sem greina frá því að úrvalsdeildarleikmaður er undir rannsókn lögreglu vegna meintra nauðgunarmála.

Enginn fótboltamaður er nafngreindur en upplýsingarnar sem eru gefnar upp í fréttunum benda til þess að umræddur leikmaður sé Thomas Partey, miðjumaður Arsenal.

Hér ræðir um leikmann sem var handtekinn í febrúar 2023 eftir að hafa verið fyrst handtekinn í júní 2022 og látinn dúsa í gæsluvarðhaldi.

Daily Mail segir að fótboltamaðurinn hafi farið niður á lögreglustöð til að ræða við lögreglu 7. nóvember og tekur fram að þetta mál hefur ekki haft áhrif á spiltíma hans í enska boltanum.

Lögregla segir að rannsókn málsins sé enn í gangi, en meint atvik sem Partey er sakaður um áttu sér stað á árunum 2021 til 2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner