Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   þri 12. nóvember 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ungur landsliðsmaður Ekvador lést í bílslysi
Mynd: EPA
Það voru sorgarfréttir að berast frá Ekvador þar sem varnartengiliðurinn Marco Angulo er látinn eftir að hafa lent í bílslysi.

Angulo lætur lífið aðeins 22 ára gamall eftir að hafa lent í bílslysi í byrjun október.

Hann hafði verið í óstöðugu ástandi á spítala í rúman mánuð þegar hann lét lífið á mánudaginn.

Angulo átti þrjá leiki að baki fyrir A-landslið Ekvador eftir að hafa spilað níu leiki fyrir yngri landsliðin.

Hann var samningsbundinn FC Cincinnati í bandarísku MLS deildinni og lék fyrir L.D.U. Quito, stærsta liðið í Ekvador, á lánssamningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner