Framtíð Dusan Vlahovic, framherja Juventus, hefur verið í mikili óvissu en félagið reyndi allt til að losa sig við hann síðasta sumar.
Hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu eftir að Jonathan David gekk til liðs við félagið í sumar. Hann hefur hins vegar verið í byrjunarliðinu í fjórum síðustu leikjum, eftir að Igor Tudor var látinn taka pokann sinn, og skorað tvö mörk.
Hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu eftir að Jonathan David gekk til liðs við félagið í sumar. Hann hefur hins vegar verið í byrjunarliðinu í fjórum síðustu leikjum, eftir að Igor Tudor var látinn taka pokann sinn, og skorað tvö mörk.
Samningur Vlahovic rennur út næsta sumar en Damien Comolli, framkvæmdastjóri félagsins, er bjartsýnn á að halda serbneska framherjanum.
„Við munum taka spjallið eftir tímabilið, við erum bjartsýnir. Ekkert ítalskt félag getur keppt við úrvalsdeildina fjárhagslega en það þýðir ekki að við getum ekki keppt," sagði Comolli.
Athugasemdir



