Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   mið 12. nóvember 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sterling óhultur eftir innbrotstilraun á heimili hans
Mynd: EPA
Raheem Sterling var heima hjá sér ásamt börnum sínum þegar innbrotsþjófar gerðu tilraun til að brjótast inn um síðustu helgi.

Talsmaður fyrir Sterling ræddi við Daily Mail og staðfesti að hann hafi verið heima ásamt börnum sínum. Þetta er í annað sinn sem fjölskyldan er fórnarlamb innbrotsþjófa því hann þurfti að yfirgefa enska landsliðshópinn á HM 2022 eftir að brotist var inn á heimili hans.

„Raheem Sterling og fjölskylda hans eru óhult eftir annað innbrot. Þótt þetta sé algjört brot á friðhelgi einkalífs og öryggi erum við þakklát fyrir að geta staðfest að hann og ástvinir hans eru allir óhultir. Við biðjum um að friðhelgi Raheems og ástvina hans verði virt á þessum erfiðu tímum.“

Lögreglan hefur staðfest að rannsókn sé í gangi.

Sterling er á mála hjá Chelsea en hann hefur verið úti í kuldanum hjá Enzo Maresca. Hann hefur ekkert æft með liðinu á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner