Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: MBL 
Arnar Sveinn: Maður gæti allt eins hætt í fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa fengið tilkynningu um að hann sé ekki í áformum Óskars Hrafns Þorvaldssonar, nýs aðalþjálfara Breiðabliks.

Arnar er samningsbundinn Blikum út næsta sumar og allt þar til í október á næsta ári. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum áhuga úr Pepsi Max-deildinni og ef ástandið helst óbreytt gæti hann hugsað sér að hætta í fótbolta.

„Það er bara ekkert í gangi eins og staðan er í dag. Ég hef heyrt af áhuga frá liðum í efstu deild en það hefur ekkert lið haft samband við mig. Mín til­finn­ing er sú að liðin séu aðeins að halda aft­ur af sér og að það verði ekki ein­hverj­ir leik­menn sótt­ir nema nauðsyn þyki," sagði Arnar Sveinn í samtali við Morgunblaðið.

Arnar segist ekki hafa áhuga á að spila í Inkasso-deildinni en hann á 103 leiki að baki í efstu deild og varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018.

„Eins og staðan er í dag veit ég ekk­ert hvernig næsta sum­ar verður. Það var vissu­lega leiðin­legt að fá þau skila­boð frá Óskari á fyrsta fundi að hann þyrfti ekki á mér að halda en svona er þetta. Maður gæti allt eins hætt í fót­bolta ef mál­in þró­ast þannig en ég er með samn­ing við Breiðablik og ég er ekki að stressa mig of mikið á þessu á þess­um tíma­punkti."

Sjá einnig:
Arnar Sveinn fékk leyfi til að ræða við önnur félög
Athugasemdir
banner
banner
banner