Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. desember 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
De Roon: Ég trúi þessu ekki
Marten De Roon og Duvan Zapata.
Marten De Roon og Duvan Zapata.
Mynd: Getty Images
„Ég trúi þessu ekki. Ég á ekki orð yfir það hvað okkur tókst að fra," segir Marten de Roon, leikmaður Atalanta.

Ítalska liðið komst í gær í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með 3-0 sigri gegn Shaktar Donetsk.

Sjá einnig:
Atalanta í sögubækurnar - Áfram þrátt fyrir töp í fyrstu þremur leikjum

„Við erum ótrúlega ánægðir, ég er orðlaus. Við vorum magnaðir í þessum leik og þetta er óraunverulegt."

1-1 jafntefli gegn Manchester City hjálpaði Atalanta að ná þessum árangri sem færir félaginu háar fjárhæðir í kassann.

„Seinni hálfleikurinn gegn City gaf okkur mikið sjálfstraust. Svo spiluðum við frábærlega gegn Dinamo Zagreb og vorum heppnir að Dinamo og Shaktar gerðu tvisvar jafntefli."

Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudag en hér má sjá hvaða lið geta mæst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner