Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. janúar 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Burnley í viðræðum við miðjumann Bristol City
Josh Brownhill gæti verið á leið til Burnley
Josh Brownhill gæti verið á leið til Burnley
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley er í viðræðum við Bristol City um kaup á enska miðjumanninum Josh Brownhill. Daily Mail greinir frá.

Brownhill er 24 ára gamall og uppalinn hjá Manchester United en fór árið 2012 til Preston.

Hann hefur síðustu fjögur tímabil spilað með Bristol City og er í lykilhlutverki á miðjunni.

Brownhill hefur verið öflugur á þessu tímabili en liðið er í baráttu um sæti í umspilinu í B-deildinni.

Samkvæmt Daily Mail er Burnley í viðræðum við Bristol City um kaup á Brownhill en Sean Dyche, stjóri Burnley, vill ólmur styrkja hópinn í janúar.

Burnley er í 15. sæti með 24 stig sem stendur en liðið hafnaði einmitt í því sæti á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner