fim 13. janúar 2022 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin í dag - Ná heimamenn í annan sigur?
Úr leiknum hjá Kamerún og Búrkína Fasó.
Úr leiknum hjá Kamerún og Búrkína Fasó.
Mynd: EPA
Það eru tveir leikir á dagskrá í Afríkukeppninni í dag. Mótið hefur hingað til ekki verið mjög skemmtilegt, allavega hefur fótboltinn ekki verið mikið fyrir augað.

Í dag eiga heimamenn í Kamerún leik gegn Eþíópíu. Kamerún byrjaði mótið á sigri gegn Búrkína Fasó og stefnir liðið eflaust á að fylgja því á eftir í dag.

Leikur Kamerún og Búrkína Fasó er hingað til eini leikur mótsins þar sem meira en eitt mark hefur verið skorað. Sá leikur endaði með 2-1 sigri Kamerún.

Svo er leikið í sama riðli seinna um daginn - klukkan 19:00 - þegar Grænhöfðaeyjar mæta Búrkína Fasó. Grænhöfðaeyjar lögðu Eþíópíu að velli í fyrstu umferð riðlakeppninnar, 1-0.

Leikirnir eru sýndir á Viaplay.

fimmtudagur 13. janúar
16:00 Kamerún - Eþíópía
19:00 Cape Verde - Burkina Faso
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner