Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. janúar 2023 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sigurhrina Villarreal stöðvuð í Vigo
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Celta Vigo 1 - 1 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('15)
1-1 Jörgen Strand Larsen ('68)


Villarreal var búið að vinna þrjá deildarleiki í röð í La Liga þegar liðið heimsótti Celta Vigo í fyrsta leik helgarinnar á Spáni.

Gerard Moreno skoraði í öðrum leiknum í röð en gestirnir frá Villarreal voru á afturfótunum allan tímann í Vigo. Heimamenn gjörsamlega stjórnuðu ferðinni og voru gífurlega óheppnir að gera ekki jöfnunarmark fyrr en á 68. mínútu.

Þá var það Norðmaðurinn efnilegi Jörgen Strand Larsen sem kom inn af bekknum og skoraði skömmu síðar.

Celta komst nálægt því að gera sigurmark en inn vildi boltinn ekki. Á sama tíma voru gestirnir yfirspilaðir og virtust bíða ólmir eftir lokaflautinu.

Svekkjandi fyrir Celta að ná ekki í öll stigin en liðið er aðeins með 17 stig eftir 17 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Villarreal er áfram í fjórða sæti en gæti fallið niður um nokkur sæti eftir leiki helgarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner