Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. febrúar 2020 08:30
Aksentije Milisic
Guardiola: Ég er ekki lengur besti stjóri heims
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að þrátt fyrir allt sem hann hefur unnið á sínum ferli þá sé hann ekki lengur besti stjóri heims.

Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi einhvern tímann verið talinn sá besti, þá sé hann það ekki lengur. Guardiola hefur unnið til margra verðlauna með Barcelona, Bayern Munchen og Manchester City.

„Hvað er að vera besti þjálfari í heimi? Mér hefur aldrei liðið eins og að ég sé það eða hafi verið það þó að sumum fannst það. Það eru til ótrúlegir þjálfarar. Þeir hafa ekki þessa leikmenn eða þessa stóru klúbba. Ég er góður stjóri en ekki sá besti," sagði Pep.

„Látið mig fá lið sem er ekki eins og Manchester City. Ég mun ekki vinna.

Þá talaði hann um Liverpool og hvernig það tók liðið fjögur til fimm ár að vinna loksins bikar. Það var nýtt ferli sett í gang, ný plön, nýjir leikmenn og eftir að þeir fengu þessa leikmenn þá hafi þeir verið frábærir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner