Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 13. febrúar 2023 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sabitzer elskar lífið í Manchester
Mynd: Manchester United

Marcel Sabitzer var fenginn til Manchester United á lánssamningi í janúar og hefur farið gríðarlega vel af stað sem nýr miðjumaður liðsins.


Sabitzer var upprunalega hugsaður til að fylla í skarð Christian Eriksen sem meiddist eftir tilgangslausa tæklingu Andy Carroll í leik gegn Newcastle í janúar, en gæti orðið mikilvægur hlekkur til frambúðar.

Austurríski landsliðsmaðurinn kemur á lánssamningi frá Þýskalandsmeisturum FC Bayern. Þar fékk hann ekki nægilega mikið pláss í byrjunarliðinu vegna alltof mikillar samkeppni við stórstjörnur á borð við Joshua Kimmich og Leon Goretzka.

„Eins og staðan er núna þá er ég hérna á lánssamningi. Það er allt sem ég get sagt," sagði Sabitzer í samtali við Daily Mail.

„Mér líkar mjög vel við lífið hérna. Mér líður vel og mér líst mjög vel á liðsfélagana, félagið sjálft og stemninguna á Old Trafford. Við sjáum til hvað gerist í sumar."

Sabitzer er 28 ára gamall og var einn af bestu miðjumönnum þýsku deildarinnar þegar hann var á mála hjá RB Leipzig. Hann er fyrsti Austurríkismaðurinn til að spila fyrir Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner